Kertahúsið

Kertahúsið er handverksfyrirtæki á Ísafirði, stofnað af hjónunum Sædísi Ólöfu Þórsdóttur og Gunnari Inga Hrafnssyni. Við sérhæfum okkur í handgerð kerti sem eru innblásin af íslenskri náttúru, menningu, byggingarlist og sögulegum arfleifðum.

Hugmyndin að Kertahúsinu kviknaði á Covid-tímanum, þegar við leituðum leiða til að skapa, finna tilgang og hafa eitthvað fyrir stafni í faraldrinum. Það sem hófst sem tilraun til að halda í ljósið hefur vaxið upp í blómlegt og skapandi fyrirtæki sem hefur vakið athygli fyrir sjarma, nostalgíu og einstaka nálgun á íslenskt handverk


Í dag er Kertahúsið bæði vinnustofa og verslun á Ísafirði, þar sem við bjóðum upp á kertin okkar ásamt íslenskri hönnun og framleiðslu frá öðrum skapandi aðilum. Við trúum á að sameina kraft handverks, sjálfbærni og sögulegan innblástur í vörum sem gleðja augað og ylja hjartað.