Kertahúsið
Kertahúsið er hugarfóstur hjónanna Gunnars Inga Hrafnssonar og Sædísar Ólafar Þórsdóttur, búsett á Vestfjörðum á Suðureyri.
Kertahúsið framleiðir allskyns kerti, hefðbundin sem óhefðbundin. Fyrsta vörulína kertahússins er afsteypur af íslenskum byggingum, byggingar sem vekja góða minningar, nostalgíu, hafa mikla sögu eða eru sérstakur arkítektúr.
Flestar byggingarnar eru af Vestfjörðum, þaðan sem Kertahúsið er staðsett, en líka vegna þess að Ísafjörður á sér langa og merkilega Arkítektúr sögu og því nokkrar byggingar þaðan núþegar í boði og von á fleirum.
Framundan er Vitalína Kertahússins, afsteypur af 8 vitum hringinn í kringum landið. Inn á milli hefur Sædís verið að leika sér við gerð ýmissa ilmkerta og eru mismunandi vörur fáanlega milli mánaða.
Hér að neðan má lesa frekar um sögu okkar og Kertahússins.