Kertahúsið
Bústaðaferð
Gat ekki hlaðið inn möguleika á að sækja vöru
Ilmkertið er úr jurtavaxi, 250ml af vaxi, brennslutími um það bil 40 tímar. Ilmurinn er unnin furu, birki, rekavið, panil og leðri.
Ilmurinn af kertinu tekur þig
aftur í tímann í bústaðarferð með
fjölskyldunni í verkalýðs bústað.
Bústaðurinn er hulinn þykkum
birkiskógi. Innandyra er allt klætt
gulnuðum panil og viðarhúsgögnum úr furu.
Við borðið eru þrír stólar, einn ósamstæður.
Loftnetið á túbusjónvarpinu er límt saman
með málningarlímbandi og það vantar spaða
þristinn í spilastokkinn svo hann er tússaður á
jókerinn. Afþreyingin eru tvær pulsupakka vhs
spólur, þrjú borðspil í rifnum pakkningum og
háaloft þar sem leynast Andrésblöð frá síðasta
áratug og Æskan. Ilmur af við, furu, birki, og
leðurstólnum í horninu. Nostalgía.




