Sjá upplýsingar um vöruna
1 af 4

Kertahúsið

Bústaðaferð

Almennt verð 5.900 ISK
Almennt verð Útsöluverð 5.900 ISK
Útsala Uppselt!
vsk. innifalinn sendingarkostnaður reiknast við lok pöntunar.

Ilmkertið er úr jurtavaxi, 250ml af vaxi, brennslutími um það bil 40 tímar. Ilmurinn er unnin furu, birki, rekavið, panil og leðri. 

Ilmurinn af kertinu tekur þig
aftur í tímann í bústaðarferð með
fjölskyldunni í verkalýðs bústað.
Bústaðurinn er hulinn þykkum
birkiskógi. Innandyra er allt klætt
gulnuðum panil og viðarhúsgögnum úr furu.
Við borðið eru þrír stólar, einn ósamstæður.
Loftnetið á túbusjónvarpinu er límt saman
með málningarlímbandi og það vantar spaða
þristinn í spilastokkinn svo hann er tússaður á
jókerinn. Afþreyingin eru tvær pulsupakka vhs
spólur, þrjú borðspil í rifnum pakkningum og
háaloft þar sem leynast Andrésblöð frá síðasta
áratug og Æskan. Ilmur af við, furu, birki, og
leðurstólnum í horninu. Nostalgía.