Fjallaferð
Kertið er úr jurtavaxi. 250ml af vaxi, brennslutími um það bil 40 tímar. Ilmurinn er unnin úr Krækiberjalyngi, Birki, blóðbergi og villtum jurtum.
Ilmurinn af kertinu tekur þig
upp til fjalla í Ísafjarðardjúpi,
í grónar hlíðar birkiskóga,
krækiberjalyngs og villtra jurtra.
Í bakpokanum er gamall stálbrúsi
með heitu kaffi, smurð hveitikaka með
hangikjöti og kanilsnúðar frá bakstri
gærdagsins. Í annarri hendinni sveiflar
þú majones fötu með berjatínu og
sigti. Þú tyllir þér á þúfu og horfir yfir
spegilsléttan fjörð. Í loftinu er angan
af birki, krækiberjalyngi og blóðbergi.
Þú hallar þér aftur og stingur upp í þig
ímyndaðri lúkufylli af berjum og slakar á
í fjallaloftinu.