Kertahúsið
Gönguferð
Gat ekki hlaðið inn möguleika á að sækja vöru
Ilmkertið er úr jurtavaxi, 250 ml í krukkunni og brennur í um það bil 40 tíma.
Ilmurinn er unninn úr hvönn, blóðbergi, melgresi og villtum jurtum.
Ilmurinn af kertinu tekur þig
norður á Hornstrandir, við fjöruna
á leið í gönguferð um friðlandið.
Angan af nýútsprunginni hvönn
með áferð af melgresinu sem þú rennir
eftir höndunum á meðan þú gengur hjá.
Í fjarska vex blóðbergið í klettunum og
ferskur ilmur af villtum íslenskum jurtum
í loftinu. Í bakpokanum er heitt vatn í
stálbrúsa, próteinstöng og morgunkorn í
pokum allt vigtað eftir kúnstarinnar reglu
til að duga í einhverja daga. Ilmurinn af
villtri náttúru tekur þig í ferðalag sem
færir þér ró og innri frið.



