Reykjanesviti
Kertið er um 23 cm á hæð og um 480 g
Þetta er handgert kerti, framleitt á vinnustofunni okkar á Ísafirði.
Við steypum kertin okkar sjálf úr fremur hörðu vaxi, til þess að ná fram kvössum brúnum og smáatriðum líkt og gluggapóstum og útskorningum. Þau brenna því einnig mjög lengi og halda að mestu leiti sínu formi. Þar sem sami kveikur liggur niður kertið en vitarnir eru töluvert mjórri að ofan heldur en að neðan þá mælum við með að brenna hann í stutta stund í einu til að byrja með á meðan turninn bráðnar niður til þess að formið haldi sér niður eftir kertinu og hægt er að njóta þá fallegrar birtu sem skín meðfram gluggum vitans.
Ávallt skal leggja kertið á hitaþolinn platta áður en kveikt er á því, stytta reglulega kveikinn til að brennslan verði sem jöfnust og aldrei skilja logandi kerti eftirlitslaust.
Upplýsingar til yndisauka.
Reykjanesviti er elsti viti landsins, teiknaður af danska arkitektinum Frederik Kiorboe og var byggður árið 1908. Hann stendur á Reykjanesi, rétt við Gunnuhver, á suðvesturoddanum. Vitinn er 26,7m á hæð
Heimildir: Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og Kristján Sveinsson, Vitar á Íslandi, 2002.